FÉLAG HÖFUÐBEINA- OG SPJALDHRYGGSJAFNARA


Fréttir og viðburður

  • Heim
  • Félagið
    • Lög og reglugerðir
    • Siðareglur Craniofélags
    • Lög um skráðar græðarar
    • Félagatal
    • stjórn
  • Fræðsla
  • Fréttir og viðburðir
    • Athýglisverðar greinar
  • Tenglar

Pippa nýtti óhefðbundn­ar lækn­ing­ar 


Picture
Pippa Matt­hews, litla syst­ir Katrín­ar her­togaynju, á eins árs gaml­an son. Pippa skrif­ar í nýj­um pistli fyr­ir tíma­rit Waitrose-versl­un­ar­keðjunn­ar að því er fram kem­ur á vef People að hún hafi fundið mik­inn mun á syni sín­um eft­ir að hún hóf að fara með hann í höfuðbeina- og spjald­hryggsmeðferð. 

Pippa seg­ist hafa byrjað að fara með Arth­ur son sinn til osteópata í höfuðbeina- og spjald­hryggsmeðferð þegar son­ur henn­ar var sjö mánaða. Fljót­lega eft­ir að son­ur henn­ar kom í heim­inn fór hún að heyra mæður tala já­kvætt um meðferðina. Hún seg­ir skorta vís­inda­leg­ar sann­an­ir en þrátt fyr­ir það hafi þetta reynst henni og syni henn­ar vel. 

Pippa seg­ir vin­sælt að fara með unga­börn í meðferðir sem þess­ar ef fæðing­in hafi verið erfið, börn­in eru óró­leg eða eiga erfitt með svefn. Hún seg­ir mark­miðið meðal ann­ars vera að heila, róa, bæta svefn, melt­ingu og lík­ams­stöðu með því að koma við höfuð og lík­ama barn­anna. 

„Ég var heilluð þegar ég sá hversu róa­andi þetta var fyr­ir hann en líka hversu mik­ils virði end­ur­gjöf­in var,“ skrifaði Pippa. „Osteópat­inn tók eft­ir því að önn­ur hlið háls hann var hert­ari en hin sem út­skýrði af hverju hann kaus að sofa á ann­arri hliðinni. Hún sá einnig að hend­ur hans voru sterk­ari en fæt­ur hans svo að hún gaf mér æf­ing­ar til þess að hjálpa hon­um.“

FRÁ MBL.IS 29/10/2019

 craniofelag@gmail.com 

Copyright © 2017
  • Heim
  • Félagið
    • Lög og reglugerðir
    • Siðareglur Craniofélags
    • Lög um skráðar græðarar
    • Félagatal
    • stjórn
  • Fræðsla
  • Fréttir og viðburðir
    • Athýglisverðar greinar
  • Tenglar