FÉLAG HÖFUÐBEINA- OG SPJALDHRYGGSJAFNARA






Siðareglur craniofélags

  • Heim
  • Félagið
    • Lög og reglugerðir
    • Siðareglur Craniofélags
    • Lög um skráðar græðarar
    • Félagatal
    • stjórn
  • Fræðsla
  • Fréttir og viðburðir
    • Athýglisverðar greinar
  • Tenglar

Siðareglur Craniofélags

Samskipti við þá sem þiggja meðferð.
  1. Félagsmaður skal koma fram við þá, sem þiggja meðferð, af heiðarleika og virðingu. Honum ber að rækja starf sitt án þess, að fara í manngreinarálit vegna kynþáttar, húðlits, sjúkdóma, fötlunar, þjóðernis, aldurs, kyns, kynhneigðar, trúar, stjórnmálaskoðana, þjóðfélagsstöðu eða annars konar fordóma. Hann skal tala af virðingu um þá, sem þiggja hjá honum meðferð, og ekki misnota tengsl sín við þá.
  2. Félagsmaður skuldbindur sig til að gæta fyllstu þagnarskyldu hvað varðar öll þau mál, serm hann verður áskynja í starfi sínu. Hann skal á engan hátt misnota störf sín og vitneskju. Félagsmaður getur gert undantekningu frá þagnarskyldu í algeru neyðartilviki eða með skriflegu samþykki þess, sem þegið hefur meðferð. Þegar félagsmaður fær ráðgjöf varðandi ákveðinn einstakling, sem þiggur meðferð, virða báðir þagnarskylduna. Ganga skal þannig frá upplýsingum, sem skráðar eru í tengslum við meðferð, að óviðkomandi hafi ekki aðgang að þeim. Gera skal þeim, sem þiggur meðferð, grein fyrir þagnarskyldu og frágangi á gögnum varðandi meðferðina og að hann eigi jafnan aðgang að því, sem skráð er varðandi meðferð hans. Þagnarskyldan helst alla ævi félagsmanns. Félagsmaður skal undirrita eiðstaf, sem félagið útbýr, og hafa hann uppi við á stofu sinni, auk þess, að senda félaginu afrit. Að öðru leyti en því, sem hér er kveðið á um, skal félagsmaður hlíta landslögum.
  3. Félagsmaður skal gæta þess, að gera ekki of mikið úr alvarleika ástands þess, sem þiggur meðferð, ekki lofa nokkru eða gefa nokkurs konar tryggingu fyrir niðurstöðum meðferðarinnar, hvorki við þann, sem þiggur meðferð, forráðamann hans, eða í auglýsingum.
  4. Félagsmanni er óheimilt, að eiga kynferðislegt samband við skjólstæðing sinn. Hann skal gæta þess, að særa á engan hátt blygðunarsemi þeirra, sem þiggja hjá honum meðferð. Hann skal ekki veita meðferð, sem felur í sér snertingu kynfæra, nema sá, sem þiggur meðferðina, hafi fyrirfram gefið skriflegt samþykki sitt, eða meðferðin fari fram í votta viðurvist. Félagsmaðurinn ber ábyrgð á því, að útskýra slíka meðferð og skal tryggja að sá, sem þiggur meðferðina, hafi fullan skilning á því, hvað hún felur í sér.
  5. Forráðamönnum barns yngri en 16 ára skal heimilað að vera viðstaddir meðferð barnsins.
  6. Félagsmaður skal forðast, að beita aðferðum, sem vitað er að geta bundið endi á þungun. Honum er óleyfilegt að beita slíkum aðferðum í þeim tilgangi að enda meðgöngu.
  7. Félagsmaður skal ekki veita meðferð undir áhrifum áfengis, lyfja eða annarra efna, sem slæva dómgreind hans og athygli.
  8. Þegar meðferð er veitt skal félagsmaður vera hreinn og snyrtilegur til fara. Hann skal gæta hreinlætis í hvívetna og tryggja að húsnæði og búnaður séu hrein og í góðu ástandi.
Fagleg færni.
  1. Félagsmaður ber ábyrgð á eigin hæfni. Honum ber að viðhalda færni sinni og endurnýja þekkingu sína af fremsta megni, fylgjast með nýjungum í faginu og uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru til höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnunar á hverjum tíma. Hann hagar svo störfum sínum, að hann sé stétt sinni til sóma. Félagsmaður tekur ekki að sér þau verkefni, sem hann ræður ekki við, heldur vísar þeim til hæfari aðila. Eigi félagsmaður við slík persónuleg vandamál að stríða að það komi niður á starfi hans, skal hann leita viðeigandi faglegrar aðstoðar.
  2. Félagsmaður virðir fagþekkingu, færni, skyldur og ábyrgð annarra fagstétta í orði og verki. Hann gætir þess, að eiga heiðarleg og jákvæð samskipti við aðra innan eigin stéttar og við þá, sem tilheyra öðrum fagstéttum.
  3. Félagsmenn skulu hlíta þeim íslensku lögum er varða starfsemi á borð við höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun.
Siðanefnd.
  1. Hlutverk siðanefndar er að setja félagsmönnum siðareglur. Skulu þær háðar samþykki aðalfundar félagsins. Hlutverk nefndarinnar er einnig að taka á siðferðilegum álitamálum, sem upp kunna að koma, þ.m.t. brotum félagsmanna á siðareglum.
  2. Siðanefnd starfar skv. lögum félagsins. Siðanefnd er skipuð þremur fullgildum félagsmönnum og auk þess tveimur til vara, þurfi nefndarmaður eða nefndarmenn að víkja sökum óhæfis. Kosningar í nefndina fara fram á aðalfundi. Kjörtfmabil er tvö ár. Einn aðalmaður og einn varamaður er kosinn ár hvert. Formaður er kosinn sérstakri kosningu annað hvert ár og er hann oddamaður nefndarinnar. Nefndin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Nefndin starfar óháð stjórn félagsins.
  3. Formaður siðanefndar boðar nefndina skriflega til fundar með minnst viku fyrirvara, að eigin frumkvæði, eða að ósk formanns félagsins. Varamenn skulu boðaðir á alla fundi og hafa þeir málfrelsi. Varamaður hefur ekki atkvæðisrétt, nema í fjarveru aðalmanns. Nefndin skal kjósa sér ritara, sem skráir fundargerðir.
  4. Hver sem er getur vísað máli til umfjöllunar siðanefndar en nefndin getur einnig óumbeðin tekið upp mál. Berist félaginu bréf með erindi til siðanefndar, skal því lokað aftur og það afhent formanni siðanefndar. Berist nefndinni bréf, skal það opnað á nefndarfundi og bókfært.
  5. Berist siðanefnd kvörtun vegna félagsmanns, ber nefndinni að tilkynna honum, að hún hafi kvörtun til umfjöllunar. Við umfjöllun sína skal nefndin rannsaka allar hliðar málsins, þ.m.t. framburð þess félagsmanns, sem kvartað er undan. Að umfjöllun lokinni getur siðanefnd lagt til við stjórn, að félagsmanni, sem gerst hefur brotlegur, verði veitt tiltal eða að honum verði vikið úr félaginu. Fari stjórn ekki að tillögu siðanefndar, skal boða aðalfund. Óski félagsmaður, sem vikið hefur verið úr félaginu, að ganga aftur í félagið, tekur stjórn afstöðu til þess, að fengnu áliti siðanefndar.

 craniofelag@gmail.com 

Copyright © 2017
  • Heim
  • Félagið
    • Lög og reglugerðir
    • Siðareglur Craniofélags
    • Lög um skráðar græðarar
    • Félagatal
    • stjórn
  • Fræðsla
  • Fréttir og viðburðir
    • Athýglisverðar greinar
  • Tenglar